Ítrekað sýna kannanir, að nærri öll þjóðin vill hafa heilbrigðismál í forgangi. Að næstbrýnustu verkefni í forgangi séu skólamál, velferð og húsnæðismál. Allt mál, sem ríkisstjórnin reynir að skera niður til að hlynna að greifum auðs og kvóta. Verk hennar ganga þvert gegn vilja þjóðarinnar. Svo eru ráðherrar hissa á litlu fylgi bófaflokkanna. En þetta er einmitt skýringin. Fólk vill ekki láta kyrkja Landspítalann. Vill ekki verksmiðjuvæða skóla. Vill ekki skera niður hjá öldruðum, öryrkjum og sjúklingum. Vill ekki gera ungu fólki ókleift að eignast húsnæði. Bófaflokkarnir vilja ekkert læra af þessu og halda fast við sinn keip.