Verðum að tala skýrt

Punktar

Nýbúar verða að sætta sig við, að hér eru önnur gildi en í sumum samfélögum múslima. Við munum ekki veita sharia-trúarlögum réttarstöðu. Ekki sætta okkur við furðulega karlrembu sumra klerka múslima. Ekki leyfa ofsatrúarfólki að kássast upp á hegðun og siði utantrúarfólks. Við erum friðsamt samfélag, sem hefur fyrir löngu leyst spennu trúar og trúleysis. Við erum samfélag efans og upplýsinga, lítum á öfgatrúaða sem skrítningja. Við sitjum uppi með slíka, sem eru fæddir inn í samfélagið. Kærum okkur ekki um nýja hópa af slíku tagi. Við þurfum að tala skýrt og segja sumum, að kannski eigi þeir bara ekki heima hér.