Ungu fólki útveguð vinna

Punktar

Atvinnuleysi er sagt hafa minnkað um 40% í Hafnarfirði vegna átaks í að útvega atvinnulausum vinnu við hæfi. Ekki bara einhverja vinnu, heldur vinnu við hæfi. Vil gjarna heyra meira um þetta spennandi mál. Er raunverulega hægt að helminga atvinnuleysi með aðgerðum hins opinbera? Og koma ungu fólki í fátæktargildru út í lífið á nýjan leik. Ef svo er, þá er brýnt að sveitarfélög kynni sér þessa aðferð og taki hana upp. Kannski eru einhverjir hnökrar á þessu, sem ekki komu fram í fréttinni. Við búum við erfitt ástand, þar sem atvinnuleysi getur orðið hlutskipti hópa og jafnvel gengið í ættir. Frábært er að höggva á þann hnút.