8. Íslendingaslóðir – Stigi Jónasar

Borgarrölt
Pétursstræti 22, København

Pétursstræti 22

Síðan förum við Hemmingsensgade framhjá Grábræðratorgi upp á Skinnaragötu, þar sem Konráð Gíslason bjó á nr. 6, eftir að hann flutti af garði Borchs. Við göngum svo Skinnaragötu og Vesturgötu alla leið út á Ráðhústorg nútímans.

Hér vinstra megin, handan Striksins, er hótel Pallas (Palace), sem hefur át
t fjölbreytta sögu, síðan Halldór Laxness lét Íslandsbersa halda þar hina frægu veizlu, sem lýst er í Guðsgjafaþulu.

Stiginn á Pétursstræti 22, København

Stiginn á Pétursstræti 22

Við snúum á hæl og göngum Vesturvegg að Pétursstræti og leitum þar að veggskildi á húsi nr. 22 vinstra megin götunnar. Í þessu húsi, á 3. hæð til vinstri, með gluggum út að húsagarði, bjó Jónas Hallgrímsson. Hér missti hann fótanna seint um kvöld hinn 15. maí 1845, er hann kom af Hvíti og var að fara upp stigann. Hægri fóturinn brotnaði ofan við ökla, en Jónas dróst til sængur.

Hann sagði ekki til sín, en var mjög sjúkur, þegar komið var til hans að morgni. Var hann þá fluttur í Friðriksspítala, þar sem nú er Listiðnasafnið, og andaðist þar 26. maí. Við getum kannski fengið leyfi til að skreppa inn í Pétursstræti 22 og líta á hinn illræmda stiga, því að húsráðandi í herbergi Jónasar var til skamms tíma vingjarnlegur, ungur maður.

Næstu skref