Stinga höfðinu í sandinn

Punktar

Innri spenna vex á Vesturlöndum með þjóðflutningum flóttafólks frá löndum múslima. Víða er erfitt að laga suma hópa nýbúa að siðum og háttum landsins. Þöggun félagslegs rétttrúnaðar tefur nauðsynlegt mótvægi í nágrannalöndunum, þar sem þagað er um óeirðir og glæpi. Sumir múslimar sættast ekki við vestrænt þjóðskipulag og vilja breyta því. Vilja innleiða sharia-trúarlög, kássast upp á hegðun og siði utantrúarfólks, magna karlrembu á ýmsum sviðum. Allt er þetta óbærilegt. Því magnast ofstæki þeirra, sem efast um nýja flóttamenn og vilja læsa þá úti. Að stinga höfðinu í sand meintrar fjölmenningar er engin lausn.