Að stela frá höfundi

Punktar

Hefðbundinn höfundarréttur er að því leyti úreltur, að hann verður ekki varinn á stafrænni öld. Tilraunir til að loka hýsingu eru dæmdar til að mistakast. Að vissu leyti er staðan orðin eins og hún var í gamla daga fyrir tæknibyltingu. Þá höfðu listamenn tekjur af söng eða hljóðfæraslætti eða upplestri í eintaki dagsins. Gátu ekki selt langtíma plötur, diska eða bækur. Ljóst er, að finna þarf nýjar leiðir til að fjármagna menningu. Pírötum hefur ekki tekizt að sýna sannfærandi leið til lausnar málsins. Langhundur Helga Hrafns Gunnarssonar mun ekki sannfæra fólkið. Þarna liggur mikilvægasta þróunarverkefni flokks pírata.