15 milljarða sparnaður

Punktar

Kostnaður ríkisins og Seðlabankans af IceSave fer senn í 30 milljarða króna með vaxtagreiðslum samkvæmt nýjum samningi við Breta og Hollendinga. Næsti IceSave samningur á undan, svonefndur Buchheit-samningur, hefði kostað 45 milljarða króna með vaxtagreiðslum. Sá samningur var felldur í þjóðaratkvæði. Segja má, að sú höfnun hafi minnkað IceSave tjónið um 15 milljarða. Vissulega er það mikið fé, en þó snöggtum minna en flestir ímynda sér. Flestir, sem sögðu nei við Buchheit, töldu sér trú um, að það þýddi: Við borgum ekki. Annað varð uppi á teningnum. Að lokum var svo samið og málinu þannig lokað á viðunandi hátt.