Píratar móta stefnu sína frá grunni í rafrænum samskiptum og opnum fundum. Það er kallað „crowdsourcing“. Allir leggja í púkkið, sumu er hafnað og annað þróað áfram. Svipað og vinnubrögð stjórnlagaráðs, er samdi stjórnarskrá. Lausnarmiðuð vinnubrögð, allt er hugsað frá grunni. Ólíkt hefðbundnu stjórnmálarifrildi. Þar kemur hugsun og frumkvæði að ofan úr valdapíramídanum og handauppréttingar að neðan. Píratar hafa lagt mikla vinnu í til dæmis stjórnarskrána og kvótakerfið, en eiga eftir margt erfitt, til dæmis höfundarétt, svo og mörk persónuverndar og gegnsæis. Með sama framhaldi mæta þeir fullbúnir til næstu alþingiskosninga.