8. Búðir – Oxford Street

Borgarrölt

Marks & Spencer

Nú erum við komin út að Oxford Street og gætum sagt amen eftir efninu, því að allur þorri skemmtilegu búðanna er að baki, en alvara stóru vöruhúsanna tekur við. Hinir áhugasömustu geta þó fylgt okkur seinni hluta búðarápsins og munað að skoða fleira en hér er skýrt frá.

Selfridge, London

Selfridges

Fyrst förum við vestur Oxford Street sunnanvert, unz við komum að fjarlægari enda stórhýsis Selfridges, sem er handan götunnar. Þar förum við yfir götuna og inn í Marks & Spencer, á nr. 458. Þetta er höfuðverzlun keðjunnar, eitt bezta vöruhúsið vegna góðs samhengis vandaðrar vöru og lágs verðs. Hér eru sagðir gripnir 30 þjófar að meðaltali á dag.

Selfridges

Við göngum nú nyrðri gangstétt Oxford Street til baka. Fyrst lítum við inn í Selfridges, hið risastóra og trausta vöruhús, sem oft reynist hafa betra úrval á boðstólum en hið fræga Harrods. En það er dagsverk að skoða verzlunina, svo að við verðum eiginlega að gera okkur sérstaka ferð til þess.

Top Shop

Meðan við röltum austur að Oxford Circus, lítum við í gluggana. Á horninu hinum megin Oxford Circus norðanverðs, er Top Shop í kjallara vöruhúss Peter Robinson. Þar er eitt stærsta tízkugólf Evrópu. Fjölmörg kunn tízkuhús hafa þar skot út af fyrir sig. Hér er gott að máta nýjustu tízkuna, sem fæst á viðráðanlegu verði.

Næstu skref