Niðurlæging Sameinuðu þjóðanna birtist í skipun Sádi-Arabans Faisal bin Hassan Trad í formennsku fimm manna mannréttindanefndar samtakanna. Sádi-Arabía á ekki erindi í neina slíka nefnd. Hefur ekki einu sinni samþykkt mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Sádi-Arabía er miðaldaríki karlrembu, sem hálsheggur fólk fyrir eðlilegt hátterni, svo sem trúleysi. Ríkið notar olíuauðinn til að grafa undan veraldlegu þjóðfélagi vesturlanda. Fjármagnar moskur wahabíta víðs vegar um Evrópu, þar á meðal í Skógarhlíð í Reykjavík. Fylgjast þarf með, hvað er á seyði í slíkri mosku wahabíta. Styðja heldur fyrirhugaða mosku í Sogamýri.