Sammála Atla Þór Fanndal, Dagur B. Eggertsson er aumingi, sem á að segja af sér sem borgarstjóri. Flúði frá sjálfsagðri tillögu um að borgin hafnaði vörum frá Ísrael. Þoldi ekki mótlætið, er skriða af spuna, lygum og dylgjum skrímslanna skall á honum með aðstoð spilltra fjölmiðla. Lyppaðist niður í tveimur áföngum. Fyrst hélt ég, að hann ætlaði að laga tillöguna, en hann gafst þá bara upp. Á að skammast sín fyrir aulaskapinn. Borgin „er nú fyrirmynd fyrir Ísrael um hvernig brjóta skuli beinar aðgerðir á bak aftur.“ Laukrétt hjá Atla Þór. Búast má við fleiri atlögum skrímslanna og þá dugar ekki að hafa aumingja í forsvari.