3. Madrid – vesturbær – Plaza de la Villa

Borgarrölt
Ayuntamieneto, Madrid

Ayuntamieneto, Plaza de la Villa

Plaza de la Villa

Við höldum suður eftir götunni meðfram konungshöllinni, Bailén, unz við komum að Mayor, sem liggur til baka að Plaza Puerta del Sol, þar sem við hófum göngu okkar. Á þeirri leið komum við fljótlega að Plaza de la Villa, hinu gamla ráðhústorgi borgarinnar. Á miðju torginu er stytta af Álvaro de Bazán flotaforingja, hetju sjóorrustunnar við Lepanto.

San Miguel, Madrid

San Miguel

Andspænis okkur, austan torgsins, er 15. aldar turninn Torre de Los Lujanes, þar sem Frans I var í haldi eftir orrustuna við Pavía. V
ið hlið turnsins er Hemeroteca í márastíl með voldugum inngangi í gotneskum stíl. Neðan við torgið er Casa de Cisneros, frá 16. öld, í gotneskum silfursmíðastíl, með eftirtektarverðum svalaglugga. Vestan við torgið er svo ráðhús borgarinnar, Ayuntamiento, reist á miðri 17. öld í endurreisnarstíl.

 

Catedral de San Isidro

Catedral de San Isidro, Madrid

Catedral de San Isidro

Héðan höldum við á vit gamla bæjarins í Madrid. Við göngum sundið Punonrostro norðan við Torre de Los Lujanes og leið okkar liggur til suðurs að 18. aldar kirkjunni San Miguel í ítölskum hlaðstíl með íbjúgri framhlið. Við höldum enn áfram til suðurs eftir götunni Letamendi, unz við komum að kirkjunni San Pedro. 14. aldar turn kirkjunnar er annar af tveimur turnum í borginni í márastíl.

Hér getum við haldið áfram götuna San Pedro til suðurs að Plaza San Andrés, þar sem við beygjum til vinstri inn langa og mjóa g
ötu, Cava Baja
, sem er helzta veitingahúsagata borgarinnar. Í þeim kafla bókar
innar segir frá Esteban, Casa Lucio og El Schotis. Síðan beygjum við til hægri götuna Bruno og komum beint að dómkirkjunni, Catedral de San Isidro, sem er við götuna Toledo.

San Isidro er verndardýrlingur Madrid. Mesta hátíð ársins er haldin honum til heiðurs 8.-15. maí. Það er hátíð tónlistar og matargerðarlistar, nautaats og næturlífs, svo og annarrar skemmtunar. Sjálf dómkirkjan er frá 17. öld, í voldugum og ströngum jesúítastíl.

Næstu skref