Lýgur að umheiminum

Punktar

Sigmundur Davíð og ríkisstjórn hans stefna að smíði tveggja stærstu kísilvera í heimi. Alls munu þau losa nærri milljón tonn af kolefni út í andrúmsloftið. Það er fimmtungs viðbót við núverandi 4,5 milljón tonn. Samt taldi forsætis sér kleift að stíga í gær á stokk á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Lofaði 40% minni losun kolefnis. Sigmundur Davíð er ekki feimnari við að ljúga að umheiminum en að Íslendingum. Ekkert, sem hann segir, er í sambandi við veruleikann. Málar bara upp þann sýndarveruleika, sem hann telur henta aðstæðum hverju sinni. Þannig komst hann til valda og þannig hyggst hann halda völdum. Með nýrri lygi.