Arcos
Á leiðinni milli Ronda og Arcos de la Frontera er ekið um fjalllendi, þar sem eru hin frægu “hvítu” þorp, sem glampa í fjallshlíðunum í sólskininu, svo sem Castellar, Vejer og Zahara. Á þessu svæði voru löngum landamæri kristinna og íslamskra á Spáni. Þess vegna eru orðin “de la Frontera” víða í nöfnum bæja og þorpa.
Arcos de la Frontera er uppi á klettatappa við ána Guadalete. Gott er útsýnið frá aðaltorginu, sem hangir beint yfir klettaveggnum. Við torgið er kirkjan Santa María í gullsmíðastíl. Þar er einnig hótelið okkar, með stórum herbergissvölum.