8. Córdoba

Borgarrölt
Mesquita, Córdoba

Mesquita, Córdoba

Córdoba

Frá Arcos liggur leiðin til Sevilla, sem er svo merk borg, að hún hefur sérstakan kafla framar í þessari bók og er því ekki til frekari umfjöllunar hér. Frá Sevilla höldum við svo til Córdoba, tæplega 300 þúsund manna borgar nyrst í Andalúsíu.

Emírar frá Damascus tóku völd í Córdoba 719 og hélzt hún í höndum Mára í fimm aldir, til 1236. Hún var lengi helzta borg Mára á Spáni og eitt mesta fræðasetur heims. Hún lét mikið á sjá, þegar veldi Mára var hrundið á 15. öld og hinir kristnu arftakar létu áveitukerfið grotna niður. Stóra moskan, Mesquita, er minnisvarði um márískan stórveldistíma. Á mesta blómaskeiðinu voru 300 moskur í borginni.

Mest er um að vera í Córdoba í maí. Þá er maíhátíð, sem er svipuð aprílhátíðinni í Sevilla, með vikulöngum dansi og hljóðfæraslætti. Í sama mánuði er húsagarðahátíðin, þegar húseigendur keppa um verðlaun fyrir fegurstu blómaskreytingar í görðum sínum og húsagarðarnir eru opnir almenningi.

Næstu skref