11. Granada

Borgarrölt

Granada

Frá Córdoba förum við suðaustur yfir Andalúsíu í átt til fjalla. Þar sem láglendið mætir fjöllunum er rúmlega 250 þúsund manna borgin Granada.

Parador de San Fransisco, hótel, Granada

Parador de San Fransisco, Alhambra, Granada

Granada er fyrst og fremst fræg fyrir máríska hallarvirkið Alhambra, sem er sennilega fegursta og merkasta mannvirki Spánar og stendur á hæð ofan við borgarmiðju. Þetta er afar skemmtilegt borgarstæði við rætur Sierra Nevada, sem sýna snævi þakta kolla sína á góðum degi.

Granada var síðasta vígi Mára, þegar kristnir konungar mjökuðu veldi sínu suður eftir Spáni. Þangað flúðu Márar frá Córdoba, þegar hún féll 1236, og héldu velli í meira en hálfa þriðju öld, til 1492. Granada var íslömsk borg í nærri átta aldir og hefur nú verið kristin í aðeins fimm aldir. Ekkert er eftir af minjum frá márískum tíma í Granada nema kastalahöllin Alhambra

Parador de San Francisco

Parador de San Francisco er sannkallað draumahótel í fimm alda gömlu mannvirki. Það er umlukið görðum Alhambra-hallar á þrjá vegu. Klaustri frá 15. öld hefur verið breytt í 39 herbergja lúxushótel, sem er annað af tveimur flaggskipum hinna spönsku hótel-paradora.

Hótelið er indælt innst sem yzt. Herbergin eru á tveimur hæðum umhverfis friðsælan innigarð og hafa útsýni yfir Alhambra-garða, sum einnig til snævi þakinna tinda. Allur búnaður er hinn vandaðasti.

Næstu skref