7. Menning – MoMA

Borgarrölt

 

Museum of Modern Art, New York 5

Dansinn eftir Matisse, Museum of Modern Art,

Museum of Modern Art, New York 4

Ungfrúrnar frá Avignon eftir Picasso, Museum of Modern Art

Museum of Modern Art

Að ganga í gegnum Museum of Modern Art er eins og að fletta kynningarbók um listaverk 20. aldar. Við könnumst við málverkin af myndum úr bókum. MoMA, eins og safnið er kallað, hefur einmitt á veggjum sínum frægustu einkennisverk heimsmeistarnna í myndlist.

Museum of Modern Art, New York 2

Broadway Boogie Woogie eftir Mondrian, Museum of Modern Art

Samt er MoMA ekki nema rúmlega hálfrar aldar gamalt safn. Það var nýlega stækkað um helming, svo að stoltarverk þess njóta sín betur en áður. Tímabilið, sem safnið spannar bezt, er 1880-1960, það er að segja blæstílinn og tjástílinn, auk hliðargreina á borð við kúbisma.

Museum of Modern Art, New York 7

Christina´s World eftir Wyeth, Museum of Modern Art

Í MoMA eru svo mörg heimsfræg verk, að þau verða ekki talin hér. Aðeins má minnast á Dansinn eftir Matisse, Ungfrúrnar frá Avignon eftir Picasso, Broadway Boogie Woogie eftir Mondrian, Christina´s World eftir Wyeth og One eftir Pollock.

Museum of Modern Art, New York 6

One eftir Pollock, Museum of Modern Art

Ekki má heldur gleyma, að loftkælt safnið er hin notalegasta vin fyrir þá, sem koma sveittir úr mannhafi verzlunarhverfisins í kring. Yndislegastur er höggmyndagarðurinn að baki, bezti staður borgarinnar til að hvíla lúin bein.

Næstu skref
Museum of Modern Art, New York 8

Safngarðurinn, Museum of Modern Art