8. Menning – Guggenheim

Borgarrölt

Guggenheim Museum, New York

Guggenheim Museum

Hitt fræga safn listaverka 20. aldar er líklega ekki síður kunnGuggenheim Museum, New York 2ugt vegna hönnunar arkitektsins Frank Lloyd Wright. Hann teiknaði snigil eða spíral. Við förum upp í lyftu og göngum svo niður snigilinn. Á leiðinni lítum við inn í hliðarsali á 6., 4. og 2. hæð, sem fjalla hver um sig um ákveðið stef. Í sniglinum sjálfum eru tímabundnar sýningar.

Þegar við vorum þar síðast, var verið að setja upp verk, aðallega ljósmyndir af gerningum eftir Richard Long. Mest er um Kandinsky, Mondrian, Klee, Braque og Picasso og aðra slíka, en Calder er ef til vill einna skemmtilegastur. Safnið er norðarlega við austurhlið Central Park.

Næstu skref