7. Downtown – Schermerhorn Row

Borgarrölt

Fraunces Tavern

Úr garðinum göngum við rétt inn í Water Street og beygjum strax til vinstri í Broad Street. Á næsta horni, þar sem mætast Broad Street og Pearl Street, er lágreist húsalengja í gömlum stíl, kennd við veitingahúsið Fraunces Tavern, sem þar er á horninu.

Þetta tígulsteinshús frá 1719 er frægast fyrir, að þar kvaddi George Washington liðsforingja sína í lok frelsisstríðsins. Útlitið er upprunalegt, en innihald hússins er frá 1927. Maturinn á kránni er ekki góður, líklega frá 1927. Í húsinu er einnig safn.

Water Street

Schermerhorn Row, New York

Schermerhorn Row

Við höldum til baka og snúum til vinstri inn Water Street, sem áður var hafnargata borgarinnar. Þar verður strax á vegi okkar á hægri hönd steingarðurinn Jeannette Park, sem verið er að umskíra í Garð hermanna úr Vietnam-stríðinu. Þetta er fremur ljótur garður, en þar er þétt setið í hádeginu.

Skýjakljúfarnir eru í röðum við Water Street, hver með sínu yfirbragði, sumir hverjir með viðleitni til mannlegs umhverfis á jarðhæð.

Schermerhorn Row

Við komum brátt að Schermerhorn Row, þar sem byrjar ferðamannasvæðið í South Street Seaport. Þessi húsalengja er hluti hinna upprunalegu vöruhúsa við höfnina, reist í georgískum stíl með síðari framhliðum jarðhæða úr steypujárni. Þar eru nú þekktar verzlanir og veitingahús. Skemmtilegust er járnvöruverzlunin Brookstone, sem er andspænis gangstéttarkaffihúsinu Gianni´s.

Næstu skref