Grafalvarlegur Gylfi

Punktar

Gylfi Arnbjörnsson, erindreki atvinnurekenda í sambandi verkalýðsrekenda, hefur áhyggjur af „grafalvarlegri“ hækkun launa. Eins og aðrir Blairistar trúir hann hagtrúarrugli, sem atvinnurekendur hafa lengi hamrað á. Heldur, að veruleikinn komi fram í upplýsingum fyrirtækja um afkomu sína og arð. Því treystir alþýðan honum ekki. Ekki frekar en hún treystir Samfylkingunni. Gylfi er á kafi í makki með atvinnurekendum í svonefndum Salek-hópi. Sá reynir að stöðva launahækkanir eins hóps í kjölfar hækkunar annars. Í Salek er það kallað „víxlhækkanir launa og verðlags“. Það gera þeir, sem gefa rangt í spilinu um skiptingu þjóðarauðs.