Hópur menntaskólafólks við Sund svindlaði í stúdentsprófi. Upp komst, en fengu að endurtaka próf og útskrifast aðeins síðar. Vel sloppið. Nemendurnir kærðu, töldu „íþyngjandi“ að geta ekki útskrifast með hinum og að missa nokkrar vikur úr vinnu. Því var auðvitað ekki sinnt, en frekjan og firringin er söm. Líklega hafa foreldrar komið þar við sögu, börnin hefðu tæpast gengið ein svona langt. Dæmi um aukna siðblindu í samfélaginu, fólk böðlast áfram með góðu eða illu og „fer á svig við“ lög og reglur. Í háskóla stundar fólk ritstuld og stelur heilu ritgerðunum. Í viðskiptum er áherzla á aðstöðu, svindl og brask. Við erum komin á endastöð græðginnar.