Munurinn á Samfylkingunni og Sjálfstæðisflokknum er einfaldur. Sá síðari trúir engu en nýtir trúarjátningar postula á borð við Friedman og Hayek til að komast yfir þjóðareignir. Sá fyrri trúir barnslega á þessar úreltu trúarjátningar og hefur gert svo síðan Ingibjörg Sólrún innleiddi Blairisma. Þar með hófst herleiðing Samfylkingarinnar, sem náði hástigi í hruninu. Engin breyting hefur síðan orðið á stöðu flokksins. Hann hefur sagt skilið við alþýðuna og er hættur að kalla eftir réttlátum skiptum þjóðararðsins. Tönnlast enn á slagorðum úr Friedman og Hayek, þótt þau séu löngu gjaldþrota. Samfylkingin á bara að leggja sig niður.