3. Páfaríki – Vaticano

Borgarrölt
Péturstorg og Via della Conciliazioni, Roma

Horft af þaki Péturskirkju yfir Péturstorg og Via della Conciliazioni, sem liggur að Ponte Sant’Angelo og Castel Sant’Angelo

Vaticano

Við göngum til hægri úr kastalanum og áfram breiðgötuna Via della Conciliazione, sem liggur beint til Péturstorgs og Péturskirkju, miðpunkts heimsins í síðustu fimm aldir. Við ætlum þó fyrst að skoða hin víðáttumiklu söfn Vatíkansins.

Hér stöndum við ekki á Ítalíu, heldur í ríki Páfastóls. Hér fást frímerki Vatíkansins og hér eru póstkassar þess. Héðan komast póstkort fljótar heim en úr póstkössum Rómar.

Frá torginu beygjum við til hægri meðfram húsum Páfaríkis, eftir Via di Porta Angelica, Piazza del Risorgimento, Via Michelangelo og Viale Vaticano, samtals um 800 metra leið að dyrum Vatíkansafna.

Vatíkansöfnin eru í páfahöllum, sem smám saman voru reistar, allt frá því um 500, en einkum eftir 1377, þegar páfastóll var fluttur aftur til Rómar frá Avignon og Vatíkanið tók við af Laterano-höllinni, sem hafði eyðilagzt í eldsvoða. Flest húsin eru frá 15. og 16. öld. Smám saman hlóðu páfarnir upp forngripum og dýrgripum, sem fylltu sali hallanna. Söfnin hafa verið opin almenningi síðan í lok 18. aldar, en hafa mikið verið stækkuð síðan.

Næstu skref