Noregur er ekki eins vinsæl paradís og var til skamms tíma. Olían gefur ekki eins mikið og áður. Menn átta sig á, að framtíðin er ekki þar, heldur í Berlín. Þar er húsnæði og matur mun ódýrari en hér í þrælaríki auðgreifa. Á Akranesi hefur ellilífeyrisþegi reiknað út fyrir sitt leyti, að peningar endast betur í Berlín. Hann er að pakka. Svo er Berlín auðvitað mun skemmtilegri en strendur við Miðjarðarhaf. Allt fullt af fjöri og menningu í Berlín. Ég sá það fyrir 56 árum, þegar ég bjó þar í tvö ár. Hefði átt að ílendast. Sá ekki fyrir, að bófar og kjósendur mundu gera Ísland að ömurlegu ríki. En er of latur til að læra.