2. Miðbær syðri – Circo Massimo

Borgarrölt
Circus Maximum & Palatinum, Roma

Circo Massimo & Palatinum að baki

Circo Massimo

Þegar við komum út úr garðinum, beygjum við til vinstri Via di Santa Sabina og síðan í beinu framhaldi Valle Murcia, alls 500 metra leið, niður á Piazzale Romolo e Remo, þar sem er útsýni yfir Circus Maximus og handan hans til keisarahallanna fornu á Palatinum. Þessi forni veðhlaupavöllur er núna orðinn að grasi grónu útivistarsvæði með grasbrekkum og sýnir vel upprunalegt form vallarins.

Circus Maximus var stærsta veðhlaupabraut Rómar, fyrst 500 og síðan 600 metra löng og rúmaði 150.000 áhorfendur á tímum júlíönsku keisaranna, en 250.000 á tíma Trajanusar. Veðhlaupin voru aðallega stunduð á tví- og fereykjum og voru eitt helzta tómstundagaman Rómverja á keisaraöld.

Næstu skref