Ýmis hönnun

Blaðamennska
Ýmis hönnun

Tilvitnanir:
1) Vertu viss um að hafa góða tilvitnun áður en þú dregur hana út.
2) Ekki grýta tilvitnunum hér og þar í hönnunina til að drepa pláss.
3) Ekki neyða lesanda til að lesa kringum 2-3 dálka truflun.
4) Hafðu tilvitnanir eins hreinlegar og hægt er.

Undirfyrirsagnir:
Fyrirsagnir eiga að segja, hvað sé í meginmáli. Við eigum ekki að þurfa að lesa meginmálið til að skilja textann. Gott er að láta undirfyrirsagnir hjálpa.

Reglur um undirfyrirsagnir:
1) Notist við langar, mikilvægar sögur.
2) Notist við hamar-fyrirsagnir og stórar fyrirsagnir.
3) Látið þær hafa aðra stærð og þunga en fyrirsagnir.
4) Hafið þær við upphafið.

Reglur um innganga, “nut grafs”:
1) Ekki endurskrifa fyrirsögn í inngangi.
2) Notaðu mælt mál, nútíð og germynd.
3) Skipta má hugtökum milli lína.
4) Sameinaðu þá tilvitnunum og andliti.

Höfundarlínur eiga að vera staðlaðar í blaðinu. Algengt er nú orðið að setja netfang höfundar undir megintexta, oft í öðru letri. Merkja á bæði texta og myndir höfundum. Tæplega þarf að merkja andlit höfundum myndanna. Notaðu smátt letur.

Strik eru tvenns konar hárlínur, 0,5 punkta og 0,4 punkta, þykk og þunn.
1) Umhverfis kennimörk.
2) Umhverfis rammagreinar.
3) Umhverfis gröf og kort.
4) Umhverfis risafyrirsagnir.
5) Milli efniseininga.
6) Í jaðri ljósmynda.

Tilvísanir:
1) Hafi sérstöðu í hönnun.
2) Séu sértækar, með blaðsíðutali.
3) Séu þétt skrifaðar.
4) Hafðar á föstum stað.
Kallaðar eftir umfangi “refers”, “teasers” og “promos” á ensku.

Megintexti rofinn:
1) Millifyrirsagnir. Algengastar, á 20 sentimetra færi. Oft feitar.
2) Stórir upphafsbókstafir. Gefa ekki upplýsingar.
3) Tákn: Kúlur og kassar. Ofnotaðu þetta ekki.

Framhöld:
1) Forðastu hóruunga.
2) Merktu þau vel, hafðu sérstaka línu á báðum stöðum.
3) Fluttu með einkennisorð fréttarinnar: “Please see OAT BRAN, page 6.”
4) Framhöld pirra lesendur.

Endurhönnun blaða:
1) Smásvæðablöð hneigjast að leiðinlegri hönnun.
2) Skólablöð hneigjast að ruglingslegri hönnun.
3) Mundu eftir tilvísunum, lesendur vilja þær.

Stílbók:
Sérhvert dagblað á að hafa stílbók eins og AP. Þar eiga menn að gera flett upp óvissuatriðum.

Gröf: Við erum í hríð kvikmynda, myndbanda, ljósmynda og fjölmiðlunar. Við erum löt og óþolinmóð. Við viljum góða uppsetningu á upplýsingum. Komin er öld grafanna. Gröf geta líka verið kort. Gröf geta gert málefni minnisstæðara en texti.

Römmuð hliðargröf:
Fylgja lengri sögu. Graf blandar saman texta og teikningu til að sýna upplýsingar á myndrænan hátt. Þetta er orðið að mikilvægum þætti í dagblöðum.
1) Sker flókið efni í hæfilega bita.
2) Er tilbreyting frá gráum megintexta.
3) Losar bakgrunnsupplýsingar út úr megintextanum.
4) Gerir söguna áhugaverðari.

Mismunadi tegundir hliðargrafa:
1) Staðreyndaskrá.
2) Æviferlill.
3) Listar.
4) Orðasafn.
5) Tékklisti.
6) Spurningaleikur.
7) Spurningar og svör.
8) Skoðanakönnun.
9) Tilvitnanasafn.
10) Línurit.
11) Súlurit.
12) Kökurit.
13) Tafla.
14) Einkunnir.
15) Tímaás.
16) Skref fyrir skref.
17) Táknmynd.
18) Kort.

Staðreyndaskrá:
Dæmi: Hver, hvað, hvenær, hvar, hvernig, hvers vegna, hvað svo? Tölfræði. Skilgreiningar. Tímasetningar. Fróðleiksmolar.

Æviferill:
Dæmi: Hver, hvað, hvenær, hvar, hvernig, hvers vegna, hvað svo? Uppáhalds- þetta eða hitt. Ríki, land, saga, fólk, hagur. Lýsing á dýrategund.

Listar:
Dæmi: Hver vann hvenær. Boðorðin tíu. Algengast, hættulegast. Slanguryrði áhugamáls. Tíu orð í frönsku.

Tékklistar:
Fólk fyllir sjálft í reiti. Dæmi: Er heimilið innbrotsvarið. Er barnaheimilið í lagi. Akstur, verslun, þvottur.

Spurningaleikur:
Fólk fyllir sjálft í reiti. Leikur, sem fólk elskar. Oft eru leikjaborð stæld.
1) Stutt svör, eitt orð.
2) Krossapróf, val milli svara.
3) Sjálfsmat, stigagjöf.
4) Fylltu í eyðurnar.

Spurningar og svör:
Spurningarnar eru í öðru letri en svörin.

Kannanir:
Blandað saman tölfræði, sem er þekkt, og sjónarhóli lesandans. Notuð línurit, súlurit, kökurit.

Gröf:
Fréttir fullar af tölum, leiðinlegar í megintexta, passa betur í grafi.
1) Súlurit hentar málum, þar sem ekki er tímaás.
2) Línurit hentar tímaási.
3) Kökurit hentar skiptingu heildar í fá atriði.

Töflur:
Upplýsingunum er raðað í línur og dálka.

Einkunnir:
Þumlar upp og niður. Tölur. Stjörnur.
Dæmt er: Kvikmyndir, menning, matur, stjórnmálamenn, gönguleiðir, hlutabréf, nánast allt milli himins og jarðar.

Tímaásar:
Setja atburði í rétt ljós í réttri tímaröð.

Skref fyrir skref:
Eins og leiðbeiningar með ósamsettum hlutum.

Táknmynd:
Dæmi: Borhola. Peningaseðill.
Hafðu merkingar einfaldar, fókusinn þéttan.

Kort:
Notaðu aðgengilegt kort sem grunn, skannaðu það inn. Teiknaðu á annað lag það sem máli skiptir úr kortinu.
1) Staðsetning.
2) Ferill máls.
3) Samanburður svæða.

Leiðbeiningar í kortagerð:
1) Hafðu hönnunarreglur fyrir öll kort.
2) Hafðu samræmi í letri.
3) Hafðu kortin einföld.
4) Hafðu þau fjörug, settu inn box, þrívídd.
5) Láttu norður snúa upp.
6) Hafðu kílómetramæli á kortinu.
7) Merktu alla nefnda staði á kortið.
8) Miðjaðu kortið rétt.
9) Settu yfirlitskort yfir stærra sviði inn á kortið.

Grafískir pakkar eru frábærir, en:
1) Taka tíma, daga, vikur.
2) Eru samstarfsverkefni.
3) Krefjast reynslu, erfiðir í vinnslu.
4) Þarfnast mikils rýmis.

Plan um grafíska pakka:
1) Hugmynd að sögu.
2) Hvað vilja lesendur vita?
3) Hvaða möguleikar eru á hliðargröfum?
4) Ljósmynda- og teikningaefni.

Leiðbeiningar í grafík:
1) Hafðu það einfalt, ekki ofskreyta graf.
2) Hafðu það nákvæmt.
3) Merktu allt rétt.
4) Skreyttu það hóflega.

Hönnun í grafík:
1) Búðu til stílsnið.
2) Gefðu hverju grafi fyrirsögn.
3) Gerðu þetta læsilegt, ekki minna en 8 punkta.
4) Raðaðu gröfum í hönnunina.
5) Athugaðu hvort hægt er að setja gröf í pakka.

Tímaþörf:
1) Lítið graf: 20 mínútur.
2) Miðlungsgraf með skreytingu: 3-4 stundir.
3) Risagraf: Vikur eða mánuðir.
Mörg gröf eru einföld í vinnslu.

Einingar í grafi, ekki finna upp hjólið, hafðu stílsnið:
1) Leturstungur og punktastærðir.
2) Upplausn og litir.
3) Strik og þykkt strika

Notkun á grafík:
1) Dreifðu áætlunarblöðum.
2) Gerðu fréttamenn ábyrga fyrir grafík.
3) Búðu til forskriftir, sem menn geta fyllt inn í.
4) Lagaðu blaðsíðugrindina.

Sjá nánar:
Tim Harrower, Newspaper Designer’s Handbook, 2001

Fair Use © Jónas Kristjánsson, 2008

Hlé