8. Miðbær syðri – Ghetto

Borgarrölt
Fontana della Tartarughe, Roma

Fontana della Tartarughe

Ghetto

Við göngum Via Portico d’Ottavia til vesturs í átt til Via del Progesso. Á þessum slóðum er Gyðingahverfi Rómar, svokallað Ghetto.

Gyðingar bjuggu fyrst í Trastevere, handan árinnar. Þeir voru látnir flytja hingað á 13. öld og Páll páfi IV lét gera múr um hverfið um miðja 16. öld. Hann var síðan rifinn um miðja 19. öld, en hverfið umhverfis Octaviuport ber enn Gyðingleg merki, þar á meðal veitingahúsin. Áður var nefnt veitingahúsið Vecchia Roma og hér í þversundinu Via Monte de’Cenci út frá Via del Progresso er annað, Piperno.

Við förum ekki alla leið til Via del Progresso, heldur beygjum til hægri út af Via Portico d’Ottavia eftir Via Sant’Ambrogio til Piazza Mattei. Þar er frægur gosbrunnur, Fontana della Tartarughe, frá 1581-1584.

Næstu skref