5. Miðbær vestri – San Andrea della Valle

Borgarrölt
San Andrea della Valle, Roma

San Andrea della Valle

San Andrea della Valle

Frá suðurenda Piazza Campo dei Fiori göngum við eftir Via del Biscione og Via del Paradiso til Corso Vittorio Emanuele II, þar sem við beygjum til hægri. Í sundi út frá Via del Paradiso, við Piazza del Paradiso 65, er veitingahúsið Costanza.

Hér komum við strax að hvítri framhlið San Andrea Della Valle, sem reist var 1591-1665. Fyrsti hönnuðurinn var Carlo Maderno, en hin glæsilega hlaðstíls-framhlið er eftir Carlo Rainaldi, sem tók við af honum. Í stað bókrolluvindinga eru englamyndir látnar tengja neðri og efri hæð framhliðarinnar.

Hvolfþakið eftir Maderno er eitt hið fegursta í borginni og er næststærst þeirra á eftir hvolfi Péturskirkju, málað af Lanfranco.

Við förum yfir götuna framan við kirkjuna og skoðum gosbrunn eftir Maderno.

Næstu skref