7. Miðbær vestri – Oratoria dei Filippini

Borgarrölt

Oratoria dei Filippini

Chiese Nuova & Oratoria dei Filippini, Roma

Chiesa Nuova til hægri & Oratoria dei Filippini

Við göngum áfram eftir Via del Governo Vecchio, framhjá handverksbúðum og forngripaverzlunum, til Via della Chiesa Nuova, þar
sem við beygjum til vinstri út á torgið fyrir framan Chiesa Nuova.

Chiesa Nuova var reist 1575-1647 í hlaðstíl. Hún er afar skrautleg að innan, samkvæmt hönnun Pietro da Cortona. Hvelfingar miðskips, miðhvolfs og kórs eru þaktar freskum. Englamyndirnar við altarið eru eftir Rubens.

Við hliðina á Chiesa Nuova er Oratorio dei Filippini, hannað og byggt af Borromini 1637-1650, eitt af helztu meistaraverkum hans. Útlitið er samræmt kirkjunni, en til viðbótar gerði hann framhliðina íhvolfa, með hvelfdum og íhvolfum byggingarþáttum, sem hann var frægur fyrir. Þetta er einn hápunktanna í sögu hlaðstíls.

Næstu skref