Borsa
Við beygjum til vinstri eftir Via del Corso, framhjá kirkjunni San Marcello, byggð á 16. og 17. öld. Íhvolf hlaðstíls-framhliðin frá 1683 er eftir Carlo Fontana.
Við beygjum aftur til hægri eftir Via di Caravita og förum að Piazza Sant’Ignazio. Þar er kristmunkakirkjan Sant’Ignazio frá 1626. Í miðlofti hennar eru freskur eftir Andrea Pozzo.
Frá torginu förum við eftir Via dei Burrò meðfram kauphöllinni Borsa inn á torgið Piazza di Pietra, þar sem við sjáum súlnarið Borsa. Hér stóð áður Hadrianusarhof í fornöld, reist á vegum Antoniusar Piusar keisara árið 145 og eru súlurnar úr því.