Myndskeið um landráð

Punktar

Hvorki ráðherrar né þingmenn fá að vita um innihald leyndó samninga TISA, TPP og TTIP við Bandaríkin. Fjalla um réttarstöðu stórfyrirtækja ofar þjóðríkjum. Fela í sér, að risafyrirtæki kæra ríki fyrir sérdómstóli fyrirtækjanna fyrir að takmarka svigrúm risafyrirtækja. Þar á ofan verða þeir óafturkallanlegir, eilífir. Wikileaks hefur birt kafla úr samningunum og þeir eru skelfilegir. Ég efast um, að Gunnar Bragi Sveinsson viti mikið um innihald TISA og þeirra geðbiluðu landráða, sem Marin Eyjólfsson sendiherra stundar í Genf.  HÉR  aftast í tilvísaðri frétt er myndskeið frá Wikileaks um stórglæp gegn öllu mannkyni.