Sigmundur Davíð lofaði nýlega í ræðustól hjá Sameinuðu þjóðunum að draga 40% úr gróðurhúsalofttegundum. Heima var því fagnað af varfærni. Jóhannes útskýrari, aðstoðarmaður ráðherrans, sagði hann þá ekki hafa lofað neinu slíku. Hann hefði sagt frá samstarfi Evrópuríkja um slíkan samdrátt. Ekki væri víst, að Ísland þyrfti að gera neitt. Útskýringin flækti óneitanlega stöðuna, því margir höfðu hlustað og horft á ræðuna. Nú kvartar SDG á alþingi yfir, að hann sé misskilinn hér heima, þótt enginn misskilji hann í útlandinu. Líklega þarf fleiri en einn Jóhannes útskýrara til að upplýsa um orð og meiningar orða í undralandi SDG.