4. Miðbær eystri – Ara Pacis

Borgarrölt

Ara Pacis, Roma

Ara Pacis

Ármegin við grafhýsið er ferhyrnd bygging með glerveggjum. Innan í því er altarið Ara Pacis Augustae, sem upphaflega var reist árið 9 f.Kr. til heiðurs hinum rómverska friði, sem Augustus hafði komið á. Altarið stóð upphaflega við Via Flamina.

Altarið, sem hér er, var sett saman úr brotum upprunalega altarisins, sem varðveitt voru í ýmsum söfnum; úr eftirlíkingum af slíkum brotum úr því; og svo hreinum eftirlíkingum. Það var opnað almenningi 1970.

Skreytingar þess og lágmyndir marka hástig rómverskrar höggmyndalistar. Að utanverðu eru á neðri hlutanum laufa- og svanaskreytingar. Á efri hluta hliðanna eru lágmyndir af Augustusi, ættingjum hans og fleira fólki í skrúðgöngu. Við innganginn að sunnanverðu eru lágmyndir, sem sýna stofnun Rómar; og að norðanverðu sýna þær veldi borgarinnar.

Næstu skref