10. Miðbær eystri – Piazza del Quirinale

Borgarrölt
Palazzo Quirinale, Roma

Palazzo Quirinale

Piazza del Quirinale

Frá brunninum förum við suður eftir Via San Vincenzo og síðan til vinstri eftir Via della Dataria og svo tröppurnar upp á Piazza del Quirinale, eitt fallegasta torg Rómar, í vesturbrún Quirinale-hæðar.

Á miðju torgi eru styttur af Castori og Polluxi við annan af einsteinungnum, sem upphaflega stóð við innganginn að grafhýsi Augustusar. Frá torginu er gott útsýni yfir miðbæinn. Umhverfis það eru hallir og ber þar mest á hlaðstílshöllinni Palazzo del Quirinale frá 1573, fyrrverandi páfahöll og núverandi aðsetri forseta Ítalíu. Maderno hannaði aðalinngang hallarinnar.

Næstu skref