13. Miðbær eystri – Santa Maria Maggiore

Borgarrölt
Santa Maria Maggiore, Roma 2

Santa Maria Maggiore

Santa Maria Maggiore

Frá torginu förum við eftir breiðgötunni Via Cavour til Piazza del Esquilino, þar sem Santa Maria Maggiore er í brekkunni á vinstri hönd, ein af fjórum höfuðkirkjum Rómar, með Péturskirkju, Jóhannesarkirkju í Laterano og Pálskirkju utan múra. Við göngum kringum kirkjuna til að komast að framhlið hennar og inngangi á Piazza di Santa Maria Maggiore.

Kirkjan var upphaflega reist 432-440, en hefur smám saman breytzt mikið við endurnýjanir og viðbætur. Fordyrið að sunnanverðu er frá 12. öld. Kirkjuturninn, sem er hinn hæsti í Róm, er frá 1377. Núverandi útlit fékk kirkjan á 18. öld.

Að innan er kirkjubyrðan líkari uppruna sínum, til dæmis með jónískum súlnaröðum utan um miðskip, sem er jafnhátt og það er breitt. Í miðskipi, altarisboga og kór eru ofan súlnariðs upprunalegar steinfellumyndir frá 5. öld. Þær eru meðal elztu kristilegu steinfellumyndanna í Róm og sýna atburði úr biblíunni, en til að sjá þær vel þarf helzt sjónauka.

Santa Maria Maggiore, Roma

Santa Maria Maggiore

Á torginu fyrir utan er annar einsteinungurinn, sem rænt var frá innganginum að grafhýsi Augustusar.

Næstu skref