6. Útrásir – Pompei

Borgarrölt
Pompei, Napoli 4

Steinfellugólf í Pompei

Pompei

Pompei, Napoli 2

Gatnamót með stiklusteinum í Pompei

Frá Herculanum eru 15 km til Pompei og á leiðinni er gott útsýni til Vesuviusar.

Þetta var 25.000 manna kaupsýslubær, sem grófst á 2 dögum í 6-7 metra þykku öskulagi, þegar eldfjallið gaus árið 79.

Eftir uppgröft á svæði, sem er 2 km langt og 1 km, þar sem það er breiðast, er hægt að sjá í hnotskurn, hvernig lífið hefur verið í slíkum bæ fyrir rúmlega nítján öldum. Enn sjást kosningaslagorð á vegg og klámmyndir í hóruhúsi.

Svæðið er stórt, svo að bezt er að fá sér leiðsögumann til að nýta sem bezt þann tíma, sem er til umráða.

Aðaltorg er í bænum, umlukt hofum Jupiters, Apollos og Vespanianusar, svo og 67 m langri verzlunar- og dómstólabyrðu.

 

Pompei, Napoli 6

Fórnarlamb náttúruhamfaranna í Pompei

Leikhúsin eru tvö, annað fyrir 5000 manns og hitt fyrir 800. Vel hönnuð og vönduð baðhúsin eru einnig tvö, þar á meðal Terme Stabiane, þar sem sjá má steingerða líkami fórnarlamba gossins. Hringleikahúsið er það elzta, sem fundizt hefur, frá 80 f.Kr. Margir eru barirnir við aðalgötuna. Þarna má líka sjá hvert Insula á fætur öðru, nokkurra hæða íbúðablokkir með innigarði.

Bezt varðveitta húsið er þrautskreytt íbúð Vetti bræðra, ríkra kaupmanna, Casa dei Vettii. Þar eru vel varðveittar freskur á veggjum og garður með styttum og brunnum.

Ef tími er nægur, borgar sig að taka krókinn til Villa dei Misteri, þar sem eru stórar og glæsilegar freskur, sem sýna launhelganir Dionysiosar.

Næstu skref
Casa dei Vetti, Pompei, Napoli

Casa dei Vetti, Pompei