Fisksalinn sagði mér í gær, að píratar toppi of snemma, tveimur árum fyrir kosningar. Sagði slæma reynslu af slíku. Ég held, að íslenzku fordæmin séu um eins máls flokka eða óskrifuð blöð. Píratar eru öðruvísi. Þeir ætla sér að ná allri breiddinni. Tala bara um fá mál í einu, hafa umræðu á vefnum og halda þar fundi, greiða atkvæði. Ég hef bara sett mig inn í eitt útfært mál þeirra, þjóðareign auðlinda. Tel útkomuna í samræmi við almennan vilja. Haldi þeir svo áfram með hvert málið á fætur öðru, sýnist mér, að hver toppurinn geti rekið annan næstu 18 mánuði. Ef ofstækisfólki verður haldið í skefjum, nóg er af því.