Fagfólk blekkir sjúklinga

Punktar

Heilbrigðiskerfið er hrunið. Fólk fær verri þjónustu eða frestaða þjónustu. Fólki er sagt, að aðgerð sé ekki orðin brýn. Þannig dó kunningi í vikunni. Læknar og hjúkrunarfólk taka á sínar herðar að ljúga fyrir kerfið. Í stað þess að játa, að kerfið er hrunið vegna aðgerða stjórnvalda. Sumir deyja á biðlistum og aðrir geta fengið aðkallandi aðgerðir á læknastofum úti í bæ fyrir hundruð þúsunda. Bandaríska kerfið er innleitt með ömurlegri þjónustu fyrir almenning og góðri þjónustu fyrir þá, sem hafa ráð á sérstakri tryggingu. Samt er logið að fólki, að allt sé við það sama og áður. Og fagfólk axlar ábyrgð á þessari blekkingu.