Eftir röð ósigra í Víetnam, Afganistan og Írak eru Bandaríkin að tapa stríðinu í Sýrlandi. Í ljós kemur, að framtak þeirra hefur að mestu verið án árangurs. Þau hafa raunar hlíft hinu tryllta ISIS, bera enda ábyrgð á tilurð þess sem mótvægi við Íran. Þar að baki eru Ísrael, Tyrkland og Sádi-Arabía, sem hefur fjármagnað alla verstu brjálæðinga múslima. Nú vill almenningur halla sér að Rússlandi, sem reynist hafa margfalt meiri stríðsgetu en Bandaríkin. Snögg valdaskipti eru því í miðaustrinu. Rússland er orðið valdamest á svæðinu, en Bandaríkin hafa klúðrað fyrri stöðu sinni. Ráða ekki við flækjur af þessu tagi.