Laug burt stjórnarskránni

Punktar

Samkvæmt nýjustu fréttum var þáttur Árna Páls Árnasonar í stjórnarskrármorðinu meiri en áður var talið. Hann laug að Jóhönnu, að þingflokkurinn styddi morðið, en svo var ekki. Jóhanna gat raunar kannað það sjálf, en nennti ekki. Árni kom þarna sveiflu á aðförina, sem réði úrslitum. Raunar er þetta í stíl við fortíð Árna Páls sem bankaráðherra. Fylgdi ráðum bankstera og þjónaði undir þá. Gerði það í fullvissu Blairistans um, að banksterar væru snillingar. Eftir framferði sitt í lok síðasta kjörtímabils er Árni Páll ekki hæfur til þingmennsku, hvað þá til formennsku í flokki. Staðfestist líka af fylgisleysi Samfylkingarinnar.