Við verðum að sætta okkur við, að fylgi bófaflokkanna er hætt að hrynja. Eftir standa 50.000 kjósendur Sjálfstæðisflokks og 20.000 kjósendur Framsóknarflokks. Þetta er rökhelda hratið, sem verður ekki bjargað, þynnsti þriðjungurinn. Mesti óvinur bófaflokkanna er hér eftir seinvirki maðurinn með ljáinn. Bófaflokkarnir eru nærri fylgislausir meðal unga fólksins. Njóta hins vegar töluverðs fylgis fólks á grafarbakkanum. Einmitt fólksins, sem bófarnir misþyrma mest. Um þetta gamla fólk gildir gamla spakmælið um, að þangað leitar klárinn, sem hann er kvaldastur. Það mun því taka manninn með ljáinn áratug að afnema bófaflokkana.