Stuðningur við móttöku landflótta múslima hefur HRUNIÐ í Evrópu, sérstaklega í Þýzkalandi. Fólk er að átta sig á, að mikill hluti múslima um allan heim lítur fyrst og fremst á sig sem múslima. Frekar en borgara viðkomandi ríkis. Fólk er að átta sig á, að vestrænir múslimar hafa verið daufir í gagnrýni á framferði Íslamska ríkisins í miðausturlöndum. Kom fyrst fram í deilunum um skopmyndir í Jyllandsposten og morðið á Theo van Gogh. En menn hafa samt ekki áttað sig á útbreiddri samstöðu vestrænna múslima fyrr en í sumar. Allt í einu er annar hver Þjóðverji orðinn andvígur viðtöku múslima. Fólk er bara orðið mjög hrætt.