Ísland er grimmt

Punktar

Fésbókin hefur síðustu daga verið full af sögum fólks af geðveiki sinni. Fram kemur, að 15-20% íslenzkra barna þjáist af einhverri tegund hennar. Þjóðfélagið tekur illa á móti, viðurkennir geðveiki bara með semingi sem sjúkdóm. Raunar er íslenzkt þjóðfélag mótdrægt andlegri heilbrigði. Það er grimmt, bófaflokkarnir eiga landið og stýra því. Afrakstri auðlinda er komið til Tortola. Fólk er rænt og ruplað við að reyna að koma þaki yfir höfuðið. Lágmarkslaun eru sultarlaun. Margir gefast bara strax upp og leggjast í kör, þegar þeir kynnast fárviðrinu. Ríkið á að selja nýja benzinn undan feita barninu og móta mannlegra samfélag.