„Við eigum ekki að loka það af hjá afmörkuðum klíkum og láta þær ráða því hvernig stjórnarskráin lítur út.“ Þetta segir Árni Páll Árnason um hakkavélina, sem hann lenti í vegna svika hans við stjórnarskrána. Telur Þjóðfundinn, kjörið Stjórnlagaráð, afreksverk ráðsins og staðfestingu þjóðaratkvæðis á meginlínum nýrrar stjórnarskrár vera klíkuverk. Að mati hans er þjóðin bara klíka, einkum píratar. Þykist vera talsmaður hinnar sönnu þjóðar, hinna ýmsu hagsmunaafla, einkum óvina þjóðareignar á auðlindum. Og sármóðgaðra lagatækna, sem telja sig hafa misst spón úr askinum og eru nú að reyna að teygja og toga stjórnarskrána.