Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur skipt um skoðun á drögum fjölþjóðlegra viðskiptasamninga eins og TISA, TTP og TTIP. Hún hefur loksins áttað sig á, að Evrópubúar hafna yfirtöku risafyrirtækja á valdi yfir viðskiptum heimsins. Áður var stjórnin búin að afneita ábyrgð á pappírum, sem urðu til í þessum drögum. Hún fékk taugaáfall fyrir viku, er 200.000 Þjóðverjar söfnuðust saman í Berlín til að mótmæla valdaafsalinu. Hin illræmda Cecilia Malmström, viðskiptastjóri Evrópusambandsins, hafði áður sagt, að hún sækti ekki umboð sitt til fólks! Nú segist hún hlusta á fólk. Heyrðu það, Gunnar Bragi, þetta TISA þitt og Martins Eyjólfssonar sendiherra er flopp.