Dæmigerð fyrir slappa þjóðargreind er umræðan um að erfitt sé að koma sér upp húsnæði. Umræðan snýst um verðtrygginguna sem Óvininn. Pólitíkusar finna upp hinar skrautlegustu „mótvægisaðgerðir“. Vandinn er samt allt annar, lágu launin eru einfaldlega of lág. Þau duga ekki fyrir húsnæði. Mundu duga, ef launin væru hér svipuð og í nálægum löndum. Hagsmunaaðilar reka harðan áróður gegn launum og segja þau valda verðbólgu. Það er bara lygi. Launahækkanir grisja fyrirtæki og hreinsa út aulana, sem standa í rekstri, oft undir pólitískum pilsfaldi. Rík fyrirtæki fela arðinn að mestu á Tortóla, svo að hann kemur ekki til skiptanna.