13. Istanbul – Stóri bazarinn

Borgarrölt
Misir Karsisi - Istanbul

Kapalı Çarşı, stóri bazarinn

Stóri bazarinn

Nú víkur sögunni aftur upp að torginu Sultanahmet Meydanı. Þaðan er 20 mínútna ganga eftir Divanyolu Caddesi að Çemberlitaş böðum og þaðan svo til hægri eftir Vezirhan Caddesi að einum af höfuðinngöngum stóra bazarsins, Kapalı Çarşı.

Kapali Carsi - Istanbul

Kapalı Çarşı, stóri markaðurinn

Kapalı Çarşı er sjálft hjarta borgarinnar, einn stærsti og elzti bazar heims, byggður upphaflega 1456. Raunar er hann risavaxið borgarhverfi með mörgum borgarhliðum. Búðirnar 3000 eru yfirleitt litlar og þröngar og standa saman eftir vöruflokkum í 60 strætum. Teppi eru í einu hverfi, leður á öðru, gull og silfur á því þriðja og svo framvegis.

Þar sem við komum inn á bazarinn um Nuruosmaniye hliðið komum við beint inn í gull- og silfurhverfið. Hér og þar eru kaffihús til að hvílast, meira að segja tyrknesk böð líka. Mikil þrengsli eru víða, straumþung fljót af ferðafólki og heimafólki.

Árið 2014 var þetta fjölsóttasti ferðamannastaður heims. Hér er að villast og týnast að vild. Þetta er heill heimur, fullur af lit og ilmi.

Næstu skref