Süleymaniye Camii
Í nágrenni bazarsins eru háskóli borgarinnar og Süleymaniye Camii moskan, sem oft er talin fegursta moska borgarinnar. Hún er raunar Medressa, það er trúarskóli og velferðarstofnun. Umhverfis moskuna eru vistarverur, eldhús, veitingastaðir og spítali fyrir fátæka förumenn.
Þetta er aðalmoska heimsborgarinnar, hönnuð af arkitektinum Sinan fyrir soldáninn Süleyman mikla, reist 1550-1557 og stendur á hæsta stað í gamla bænum.