Ephesus
Ephesus er annar forngrískur bær, sem tók við af Pergamum, sem höfuðborg Asíu á síðrómverskum tíma. Á tíma býzönsku keisaranna var Ephesus merkasta borg ríkisins á eftir sjálfum Miklagarði.
Bærinn fór illa í jarðskjálftum og fljótið Küçükmenderes hætti að vera skipgengt.
Borgin skiptir máli í kirkjusögunni. Þar bjó Páll postuli í mörg ár og skrifaði Fyrsta Kórintubréfið, þar var guðspjall Jóhannesar sennilega skrifað og þar voru haldin mörg kirkjuþing að fornu.
Enn þann dag í dag er hægt að ganga götuna um endilanga borgarinnar frá böðum Variusar og musteri Domitianusar niður að borgarmarkaðinum og 24.000 sæta leikhúsinu, stærsta leikhúsi fornaldar. Á leiðinni förum við um hlið Herkúlesar og sjáum til dæmis legstað Jóhannesar og súlu úr kirkju hans, einnig musteri Hadrianusar, hóruhúsið, almenningsklósettin og bókasafn Celsusar.
Ein súla er eftir af musteri Artemis, sem var talið eitt af sjö undrum veraldar.