5. Eyjahafsströndin – Meryemana

Borgarrölt
Meryemana - Efesos 2

Hús Maríu meyjar

Meryemana - Efesos

Altarið í Meryemana

Meryemana

Sagan segir, að María mey hafi lifað síðustu ár sín í Ephesus, enda hafi Jesús falið Jóhannesi guðspjallamanni að sjá um hana eftir sinn dag. Hús Maríu meyjar, Meryemana, er í nágrenni borgarinnar, mikill helgistaður kaþólikka, sem hafa mikið dálæti á guðsmóður. Þarna hafa ýmsir páfar beðizt fyrir á síðustu áratugum.

Við látum hér staðar numið að sinni. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru. Margt fleira er merkilegt að sjá í Istanbul og víðs vegar um Tyrkland.

Góða ferð.